Alþjóðanefnd

þriðjudagur, 3. desember 2019 17:30-19:00, Café Catalína Hamraborg 11 200 Kópavogur
Fundurinn er í umsjá Alþjóðanefndar. Formaður er Jón Emilsson.
3ja mínútna erindi flytur Guðmundur Jens Þorvarðarson.
Titill: Umhverfismál, heimsmarkmiðin og norrænt samstarf
Texti: Fanney Karlsdóttir starfar í Norræna húsinu í Reykjavík og er skrifstofustjóri umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Hún hefur starfað að málefnum tengdum sjálfbærni og samfélagsábyrgð undanfarin ár, svo sem heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Fanney skipulagði kynningu Íslands á innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá Sameinuðu þjóðunum í júlí síðastliðinn. Fanney mun fjalla um umhverfismál, heimsmarkmiðin og norrænt samstarf. Hún mun einnig segja aðeins frá reynslu sinni sem námsstyrkþegi Rótarý.