Fróðleiksskilti í Kópavogi

laugardagur, 20. október 2018

Guðmundur Ólafsson

Frá árinu 1996 hefur klúbburinn í samstarfi við aðra klúbba staðið fyrir gerð og uppsetningu fróðleiksskilta í bænum

Frá árinu 1996 hefur umhverfisráð Kópavogs í samstarfi við Kiwanis, Lions og Rótarýklúbba bæjarins staðið fyrir gerð og uppsetningu fróðleiksskilta í bænum. Hlutverk skiltanna er að opna augu bæjarbúa fyrir umhverfi sínu og gera sögu bæjarins sýnilegri. Umfjöllunarefni getur verið náttúruminjar, þjóðminjar, söguminjar, þjóðtrú, náttúrufar, dýralíf og ýmislegt annað.

Bæjarskipulag og garðyrkjustjóri Kópavogs hafa yfirumsjón með staðsetningu skiltanna og frágangi umhverfis þau. Á skiltunum kemur fram í máli og myndum náttúra og saga staðarins sem þau standa við og má skoða þau á heimasíðu Kópavogs.

Fróðleiksskiltin hafa verið sett upp á eftirtöldum stöðum:

1996 - Kópavogsleira - fuglaskilti
1997 - Kópavogsleira - sandfjaran
1998 - Víghóll
1999 - Digranesbær
2000 - Þinghóll
2001 - Borgarholt
2002 - Tröllabörn í Lækjarbotnum
2003 - Kópavogslækur
2004 - Trjálundir í Digraneshlíðum - Álfhóll
2005 - Fossvogur - Engjaborg
2006 - Hádegishólar. - Einbúi
2007 - Trjásafn, grjótnám, nýbýli. - Markasteinn
2008 - Hlíðargarður
2009 - Elliðavatn
2010 -
2011 -

 

 

Haukur Ingibergsson, forseti klúbbsins 2009-2010, afhendir Gunnsteini Sigurðssyni, bæjarstjóra, fróðleiksskilti um Elliðavatn og umhverfi þess. Þingnes er með merkari stöðum við vatnið og tilheyrir bæði Kópavogi og Reykjavík. Þar er talið að sé elsti þingstaður Íslands eða hið forna Kjalarnesþing, sem haldið var áður en Alþingi var stofnað á Þingvöllum um 930. Árið 1938 var Þingnes friðlýst samkvæmt þjóðminjalögum.