Bestur árangur á stúdentsprófi í raungreinum.

fimmtudagur, 20. desember 2018

Guðmundur Ólafsson


Við útskrift frá Menntaskólanum í Kópavogi fimmtudaginn 20. desember  í Digraneskirkju, veitti Rótarýklúbbur Kópavogs þeim nema, sem bestan árangur sýndi í raungreinum á stúdentsprófi haustið 2018, viðurkenningu í formi peningastyrks.

Friðbert Pálsson, forseti klúbbsins, sést hér með styrkþeganum, sem að þessu sinni var Viktoría Inga Smáradóttir.
Hér má lesa þakkarbréf frá skólameistara MK.