Árni Harðarson var á fundi Rótarýklúbbs Kópavogs útnefndur Eldhugi Kópavogs fyrir störf að eflingu tónlistar í Kópavogi
Árni stundaði framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum við The Royal
College of Music í London og lauk þaðan prófi úr einleikaradeild.
Að loknu námi árið 1983 sneri Árni heim og hóf kennslu við sinn gamla
skóla, Tónlistarskóla Kópavogs. Skólinn er í dag einn af stærstu
tónlistarskólum landsins og sá eini í bæjarfélaginu sem býður upp á
alhliða tónlistarnám á grunn- mið- og framhaldsskólastigi. Árni var
skipaður skólastjóri Tónlistarskólans árið 2000.
Árni lét af starfi skólastjóra Tónlistarskóla Kópavogs haustið 2024 eftir
meira en fjörutíu ára samfellt starf við skólann, fyrst sem kennari og síðar
sem skólastjóri.