Forseti

sunnudagur, 22. maí 2022

Starfsárið 2021-2022.

Starfsárið 2021-2022 er annað starfsár óbreyttrar stjórnar og nefnda Rotaryklúbbs Kópsvogs. Byggist það á því að fundir árið 2020-2021 voru mun færri en upphafleg starfsáætlun boðaði vegna Covid 19. Eftir alllangt hlé eftir fáa byrjunarfundi á veitingastaðnum Catalínu var ákveðið að halda fjarfundi sem tókst að mörgu leyti vel. Starfsárinu lauk svo með fáum fundum á veitingastaðnum.

Forseti vonast til að betur gangi á komandi starfsári. Framtíðin ein mun skera úr um það.

Vissulega er það óvenjulegt að óbreytt stjórn og nefndir starfi tvö ár í röð. Hins vegar eru stjórnarmenn enn betur undirbúnir fyrir komandi starfsár og vonar forseti að vel muni takast til um nokkrar áherslubreytingar sem stjórnin hefur í huga.

Karl Magnús Kristjánsson

Forseti Rótaryklúbbs Kópavogs.