1. fundur, 2904 frá upphafi

þriðjudagur, 25. júní 2019 18:00-18:45, Café Atlanta Hlíðasmára 3 201 Kópavogur

1. fundur starfsárs Rótarýklúbbs Kópavogs, 2904. fundur frá upphafi.

Jón Sigurðsson forseti setti fundinn sem var stjórnarskiptafundur, haldinn í Café Catalína kl 18:00.

Jón þakkaði það traust sem nýrri stjórn var sýnd með kjöri í desember 2018 og þakkaði fráfarandi stjórn fyrir frábært og ánægjulegt samstarf á síðasta starfsári.

Á þessu starfsári verða fundir RK haldnir í Café Catalína fyrstu þrjá þriðjudaga hvers mánaðar kl. 17:30 og standi til kl. 19:00. Félagar skulu tilkynna þegar þeir koma á fund, þeir félagar sem ekki eru á mánaðargjaldi greiði gjaldið áður en fundur hefst.

RK hefur þrjú megin markmið:

a) Áhugaverðir og skemmtilegir fundir með góðum fyrirlestrum sem nefndirnar velja,

b) hjálpa klúbbfélögum að finna og taka á móti nýjum félögum,

c) standa við skyldur gagnvart Rótarýhreyfingunni.

Öflun nýrra félaga er kappsmál, en þó er staða RK er ekki síðri en hjá öðrum rótarý klúbbum. Áhersla verður lögð á að krækja í nýja félaga sem einkum eru 60 ára eða eldri og fjölga konum.

Næsti fundur klúbbsins verður 13. ágúst, klukkan 17:30. Starfsáætlun hefur verið send félögum klúbbsins með tölvupósti fyrr í sumar. Árgjöld verða óbreytt. Nefndarstörfin eru í vinnslu. Prentað eintak af félagskránni verður gefin út með svipuðum hætti og verið hefur. Ráðgert er að kaupa tölvubúnað fyrir klúbbinn.

Jón þakkaði síðan öllum fyrir þátttökuna á þessum fundi og sérstaklega mökum klúbbsfélaga og gestum. Mæting var góð; 19 virkir félagar, 5 aðrir félagar og 17 gestir.

Forseti sleit fundi með hefðbundnum hætti kl. 19:00.

Aðrir sem tóku til máls:

Guðmundur Lýðsson fjallaði um kvikmyndina „Sextíu rið í 78 ár“. Hann greindi frá tilurð þessarar kvikmyndar sem fjallar um riðbreytistöð sem var starfrækt hjá hernum á Keflavíkur flugvelli í 78 ár. Þessi mynd tekur klukkustund í sýningu og félögum í klúbbnum er boðið á frumsýningu sem verður í Háskólabíó, 11. september kl. 17:00.

Ásgeir Jóhannesson sagði sögu merkilegrar konu, Regínu Bjarnadóttir sem aldrei hefur fram opinberlega að undanskildu í smápésa sem gefinn var út á Húsavík. Þessi kona starfaði hjá bresku leyniþjónustunni frá 1941 til stríðsloka og var með skrifstofu í sama húsi og Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands á stríðsárunum. Hennar fyrsta verkefni var að fara yfir lista yfir grunaða Íslendinga um samstarf við Þjóðverja.